Innlent

Forseti Íslands verðlaunaður fyrir forystu í umhverfismálum

MYND/Hrönn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlaut í gær verðlaun Loftlagsstofnunarinnar í Washington, Climate Institute, fyrir forystu í umhverfismálum. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans segir að verðlaunin hafi verið veitt á 20 ára afmælisfundi stofnunarinnar en þar hélt forsetinn jafnframt erindi. Verðlaunin er veitt fyrir forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftlagsbreytingum og fyrir framlag íslensku þjóðarinnar við þróun og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×