Golf

Evrópumenn í forystu

Tiger Woods og Jim Furyk ráða hér ráðum sínum í morgun
Tiger Woods og Jim Furyk ráða hér ráðum sínum í morgun NordicPhotos/GettyImages

Lið Evrópu hefur nauma forystu gegn liði Bandaríkjanna eftir fyrstu umferð í Ryder bikarnum sem fram fer á Írlandi. Evrópa hefur eins vinnings forskot eftir fjórleikinn og hefur 2,5 vinninga gegn 1,5 hjá Bandaríkjamönnum. Mótið vekur jafnan gríðarlega athygli og á meðal stuðningsmanna bandaríska liðsins á Írlandi eru George Bush eldri og körfuboltastjarnan Michael Jordan.

Úrslitin í einstaka viðureignum í dag:

Jim Furyk og Tiger Woods frá Bandaríkjunum unnu P. Harrington /C. Montgomerie frá Evrópu 1/0.

P.Casey og R. Karlsson frá Evrópu og S.Cink og J.J. Henry frá Bandaríkunum skildu jafnir.

Garcia og Olazabal frá Evrópu unnu D. Toms og B. Wetterich frá Bandaríkjunum 3/2.

D.Clarke og L. Westwood frá Evrópu unnu P. Mickelson og C. DiMarco frá Bandaríkjunum 1/0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×