Lífið

Bjartur selur útgáfuréttinn á Krosstré til Frakklands

Jón Hallur Stefánsson rithöfundur.
Jón Hallur Stefánsson rithöfundur. MYND/Vilhelm

Bókaútgáfan Bjartur hefur selt útgáfurétturinn á bókinni Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson til Frakklands, eftir æsispennandi kapphlaup þarlendra útgefenda eins og segir í tilkynningu.

Það er forlagið Gaia gefur bókina út á frönsku á vormánuðum. Gaia er eitt virtast forlag Frakka og verður Jón Hallur í félagsskap með Henning Mankel, Leif Davidsen, Jo Nesbø og Leena Lehtolainen.

Rétturinn hefur nú þegar verið seldur til virtustu forlaga Danmerkur, Noregs og Hollands og þýski útgáfurisinn Ullstein keypti ekki einungis réttinn að Krosstré heldur einnig að nýrri sakamálasögu sem Jón Hallur hefur í smíðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×