POLSKA 1969-1989 27. september 2006 18:00 Verkfallið í Lenín skipasmíðastöðinni í Gdansk 1988. Þetta verkfall leiddi að lokum til viðræðna milli kommúnistastjórnarinnar í Póllandi og forystumanna verkalýðsfélagsins Samstöðu, og í framhaldinu frjálsra kosninga í Póllandi 1989. Laugardaginn 30. september kl. 15.00 opnar ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Chris Niedenthal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur aðTryggagötu 15. Chris Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize). Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt — og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London í Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands, hann hreifst af landi og þjóð og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn staður þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegnum sínum. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 - 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig. Sunnudaginn 1. október kl. 15:00 heldur Chris Niedenthal fyrirlestur um verk sín í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verður hann fluttur á ensku og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 19. nóvember. Er hún hluti af dagskrá pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir dagana 28. september - 1. október að frumkvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Sýningin er opin 12 - 19 virka daga og 13 - 17 um helgar. Lífið Menning Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
Laugardaginn 30. september kl. 15.00 opnar ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Chris Niedenthal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur aðTryggagötu 15. Chris Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize). Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt — og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London í Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands, hann hreifst af landi og þjóð og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn staður þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegnum sínum. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 - 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig. Sunnudaginn 1. október kl. 15:00 heldur Chris Niedenthal fyrirlestur um verk sín í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verður hann fluttur á ensku og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 19. nóvember. Er hún hluti af dagskrá pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir dagana 28. september - 1. október að frumkvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Sýningin er opin 12 - 19 virka daga og 13 - 17 um helgar.
Lífið Menning Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira