Lífið

Fræðsluganga um Einar Ben

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður upp á fræðslugöngu um Einar Ben laugardaginn 30. september kl 11:00.
Skógræktarfélag Reykjavíkur býður upp á fræðslugöngu um Einar Ben laugardaginn 30. september kl 11:00.

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður upp á fræðslugöngu um Einar Ben laugardaginn 30. september kl 11:00. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur leiðir gönguna en hann skrifaði á sínum tíma þriggja binda ritverk um þjóskáldið Einar Benediktsson. Elsti hluti Elliðavatnsbæjarins, gamla hlaðan, verður skoðuð og mun Guðjón lýsa lífi fjölskyldu Einars á þeim tíma þegar hann óx þar úr grasi. Gengið verður umhverfis bæinn og fræðst um líf og störf þessa merka skálds sem Einar Ben var.

Gangan tekur um klukkustund, er öllum opin og ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á www.heidmork.is

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×