Áheyrnarprufur fyrir X-Factor, nýjan sönghæfileikaþátt sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur, hófust á Akureyri í dag. Um hundrað manns mættu til leiks og hafa sextíu atriði skráð sig.
Að sögn aðstandenda þáttarins var mikil stemming í hópi þátttakenda í dag. Þátttakendur eru á öllum aldri en dómarar í X-Factor eru þau Einar Bárðarson, Ellý og Páll Óskar.
Áheyrnarprufurnar á Akureyri standa fram á kvöld. Seinni lota áheyrnaprufanna fer fram í Reykjavík 14. október á Nordica hótelinu.