Lífið

Capone áfram á XFM 919

Frá undirritun samninga. Andri Freyr, Snorri Sturluson dagskrárstjóri XFM 919 og Búi skrifa undir gæfuríkan samning undir vökulu auga Kristjáns Jónssonar, framkvæmdastjóra ÍÚ.
Frá undirritun samninga. Andri Freyr, Snorri Sturluson dagskrárstjóri XFM 919 og Búi skrifa undir gæfuríkan samning undir vökulu auga Kristjáns Jónssonar, framkvæmdastjóra ÍÚ.

Stjórnendur eins umdeildasta morgunþáttar íslensks útvarps í dag, Andri Freyr Viðarsson og Búi Bendsten, skrifuðu á dögunum undir nýjan samning við Íslenska Útvarpsfélagið ehf. og stýra því þætti sínum, Capone, á XFM 919 um ókomna tíð.

Þátturinn Capone hefur notið fádæma vinsælda frá fyrsta degi og hann hefur verið einn af hornsteinum XFM 919 allt frá stofnun stöðvarinnar. Andra og Búa er fátt heilagt, umfjöllunarefni þeirra eru oft á tíðum eldfim og vandmeðfarin og ódauðlegir dagskrárliðir á borð "vondulagakeppnina", "klapp á bakið", "flóamarkaðurinn" og "máttur móralsins" hafa aukið tiltrú manna á íslensku útvarpi. Nýr samningur er bæði XFM 919 og Capone mikið gleðiefni og slær væntanlega á þrálátar sögusagnir af brotthvarfi þeirra félaga af öldum ljósvakans.

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.