Lífið

Skákveisla

Á sunnudag verður sannkölluð skákveisla í Ráðhúsi Reykjavíkur. Friðrik

Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, mætir vöskum hópi í fjöltefli og

síðan verður slegið upp hraðskákmóti með veglegum vinningum frá Eddu-útgáfu.

Að skákveislunni standa Hrókurinn, Skákfélag Vinjar, Skákíþróttafélag

Háskólans í Reykjavík og Kátu Biskuparnir. Tilefnið er Alþjóðlegi

geðheilbrigðisdagurinn, sem fagnað er með dagskrá í Ráðhúsinu og víðar nú um helgina.

Mótið á sunnudag hefst klukkan 14 og er opið öllum áhugamönnum um skák. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Edda útgáfa gefur verðlaun fyrir þrjá efstu, einnig fyrir bestan árangur 12 ára og yngri, 13-18 ára og 60 ára og eldri.

Þetta er annað árið sem skákmót er haldið til að fagna Alþjóðlega

geðheilbrigðisdeginum. Í fyrra fór stórmeistarinn Henrik Danielsen með sigur af hólmi, eftir harða baráttu, en næstir komu Jón Torfason og Róbert Harðarson.

Á undan skákmótinu, klukkan 13, mun Friðrik Ólafsson hefja fjöltefli við 12

mótherja. Friðrik er goðsögn í íslenskri skáksögu og er fólk hvatt til að

koma og fylgjast með meistaranum, sem nú er á áttræðisaldri en teflir af

sömu fegurð og dirfsku og fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×