Rósaleppaprjón í nýju ljósi 10. október 2006 14:15 Hér getur að líta hamarrósavesti prjónað með símunstri (endurtekning af sama munstri), unnið upp úr hamarrós á grundvelli leppa í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Laugardaginn 14. okt. kl. 16:00 verður opnuð sýning á rósaleppaprjóni Hélène Magnússon á Torginu í Þjóðminjasafni Íslands. Hélène hefur rannsakað íleppa sem notaðir voru í sauðskinnsskó og út frá svo kölluðu rósaleppaprjóni hannað eigin prjónamynstur. Rannsóknir og uppskriftir Hélène eru nú að koma út á bók Rósaleppaprjón í nýju ljósi og er sýningin haldin í tilefni af því. Í þessari athyglisverðu bók rekur Hélène sögu hins forna íslenska rósaleppaprjóns og aðferðir við gerð íleppa. Íleppar eða rósaleppar eru prjónuð innlegg sem voru notuð í sauðskinnsskó eða roðsskó til þæginda og skrauts. Bókin heldur til haga gamalli séríslenskri þekkingu sem nánast hefur glatast og gefur hugmyndir um hvernig má hagnýta hana við nútímahönnun. Eru því birtar í bókinni 27 nýstárlegar prjónauppskriftir. Við hönnun á flíkum sem verða til sýnis á Þjóðminjasafninu hefur Hélène leitast við að vera trú upprunalegum litasamsetningum þeirra leppa sem hún hefur valið og gömlu aðferðunum við gerð þeirra. Ílepparnir koma þó fram í hinum nýju flíkum með ýmsum hætti. Í sumum tilvikum hefur hún endurtekið sama munstrið nokkrum sinnum (þ.e. unnið upp úr íleppamunstrinu símunstur). Í öðrum tilvikum hefur hún látið munstrið ráða formi flíkurinnar. Í enn öðrum uppskriftum lætur hún innblásturinn ráða hvernig munstrin raðast. Hinar fallegu flíkur sem verða til sýnis í Þjóðminjasafninu gleðja augað og er mikill fengur að bókinni fyrir hannyrðakonur og menn. Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Laugardaginn 14. okt. kl. 16:00 verður opnuð sýning á rósaleppaprjóni Hélène Magnússon á Torginu í Þjóðminjasafni Íslands. Hélène hefur rannsakað íleppa sem notaðir voru í sauðskinnsskó og út frá svo kölluðu rósaleppaprjóni hannað eigin prjónamynstur. Rannsóknir og uppskriftir Hélène eru nú að koma út á bók Rósaleppaprjón í nýju ljósi og er sýningin haldin í tilefni af því. Í þessari athyglisverðu bók rekur Hélène sögu hins forna íslenska rósaleppaprjóns og aðferðir við gerð íleppa. Íleppar eða rósaleppar eru prjónuð innlegg sem voru notuð í sauðskinnsskó eða roðsskó til þæginda og skrauts. Bókin heldur til haga gamalli séríslenskri þekkingu sem nánast hefur glatast og gefur hugmyndir um hvernig má hagnýta hana við nútímahönnun. Eru því birtar í bókinni 27 nýstárlegar prjónauppskriftir. Við hönnun á flíkum sem verða til sýnis á Þjóðminjasafninu hefur Hélène leitast við að vera trú upprunalegum litasamsetningum þeirra leppa sem hún hefur valið og gömlu aðferðunum við gerð þeirra. Ílepparnir koma þó fram í hinum nýju flíkum með ýmsum hætti. Í sumum tilvikum hefur hún endurtekið sama munstrið nokkrum sinnum (þ.e. unnið upp úr íleppamunstrinu símunstur). Í öðrum tilvikum hefur hún látið munstrið ráða formi flíkurinnar. Í enn öðrum uppskriftum lætur hún innblásturinn ráða hvernig munstrin raðast. Hinar fallegu flíkur sem verða til sýnis í Þjóðminjasafninu gleðja augað og er mikill fengur að bókinni fyrir hannyrðakonur og menn.
Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira