Aðeins eru liðin átta ár síðan níu Danir fórust í lendingu á norsku eynni Stord, þar sem þota, frá Færeyska flugfélaginu Atlantic Airways, fórst í morgun. Þrír létu lífið í flugslysinu í morgun.
Danirnir níu voru hinsvegar um borð í voru um borð í tveggja hreyfla Cessna flugvél sem var að flytja starfsmenn dansks fyrirtækis sem hafði fengið verkefni að vinna á eynni. Það var í september 1998.
Cessna vélin hrapaði til jarðar áður en hún náði inn á flugbrautina. Flugslysanefnd komst að þeirri niðurstöðu að þreytu flugmanns hefði verið um að kenna. Eftir þetta slys voru reglur um flug lítilla flugfélaga hertar til muna, í Danmörku.