Erlent

Fjárlagahalli í Bandaríkjunum 17 þúsund milljarðar á þessu ári

Fjárlagahalli í Bandaríkjunum á þessu fjárlagaári nemur um 248 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði um 17 þúsund milljarða króna. Frá þessu greindi fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna hafa aldrei verið meiri en á þessu ári og ekki heldur útgjöld en engu að síður er fjárlagahallinn minni en í fyrra þegar hann var 319 milljarðar bandaríkjadala, um 21.700 milljarða króna.

Tölur fjármálaráðuneytisins eru nánast þær sömu og fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings birti á föstudag en þar var áætlaður fjárlagahalli um tveimur milljörðum dollara hærri. Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefur ekki verið minni síðan árið 2002 þegar hann reyndist um 10.700 milljarðar íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×