Jens Lekman hoppar í skarðið 12. október 2006 09:20 Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. Þetta eru vissulega slæmar fréttir en Hr. Örlygur og umboðsmaður frú Wilson lögðust á eitt í að finna góðan kandídat til að fylla í skarðið - sem verður engin annar en samlandi hennar Jens Lekman. Það eru góðar fréttir. Jens Lekman kemur frá Angered úthverfinu í Gautaborg, leikur töfrandi gítarpopp og hefur vakið mikla athygli fyrir kaldhæðna, rómantíska og á körflum drungalega textagerð. Honum hefur verið líkt við tónlistarmenn á borð við Stephin Merrit, Magnetic Fields og Morrissey. Jens lét fyrst á sér kræla undir nafninu Rocky Dennis en hvaddi þann persónuleika formlega með plötunni Rocky Dennis in Heaven árið 2004. Sama ár gaf hann út meistarastykkið When I Said I Wanted to be Your Dog undir eigin og hlaut mikið lof fyrir í heimalandi sínu. Í kjölfarið fylgdi samningur við plötuútgáfuna Secretly Canadian, sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Antony and the Johnsons, og breiðskífan Oh Your Silent Jens (2005). Margir bíða í ofvæni eftir næstu breiðskífu Lekman sem hann vinnur nú að þessa daganna í Gautaborg. Jens tóks sér frí frá upptökum til að koma á Airwaves í ár. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Miðasala Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikastöðum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Vefir www.jenslekman.com www.myspace.com/jenslekman http://en.wikipedia.org/wiki/Jens_Lekman Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. Þetta eru vissulega slæmar fréttir en Hr. Örlygur og umboðsmaður frú Wilson lögðust á eitt í að finna góðan kandídat til að fylla í skarðið - sem verður engin annar en samlandi hennar Jens Lekman. Það eru góðar fréttir. Jens Lekman kemur frá Angered úthverfinu í Gautaborg, leikur töfrandi gítarpopp og hefur vakið mikla athygli fyrir kaldhæðna, rómantíska og á körflum drungalega textagerð. Honum hefur verið líkt við tónlistarmenn á borð við Stephin Merrit, Magnetic Fields og Morrissey. Jens lét fyrst á sér kræla undir nafninu Rocky Dennis en hvaddi þann persónuleika formlega með plötunni Rocky Dennis in Heaven árið 2004. Sama ár gaf hann út meistarastykkið When I Said I Wanted to be Your Dog undir eigin og hlaut mikið lof fyrir í heimalandi sínu. Í kjölfarið fylgdi samningur við plötuútgáfuna Secretly Canadian, sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Antony and the Johnsons, og breiðskífan Oh Your Silent Jens (2005). Margir bíða í ofvæni eftir næstu breiðskífu Lekman sem hann vinnur nú að þessa daganna í Gautaborg. Jens tóks sér frí frá upptökum til að koma á Airwaves í ár. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Miðasala Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikastöðum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Vefir www.jenslekman.com www.myspace.com/jenslekman http://en.wikipedia.org/wiki/Jens_Lekman
Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira