Yfirmaður Landsíma staðfestir hlerun, segir Jón Baldvin 12. október 2006 18:44 Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. Sú sérkennilega staða er komin upp að leiðtogar stjórnarflokka Viðeyjarstjórnarinnar 1991-95, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson deila óvægið opinberlega um meinta hlerun á símum Jóns Baldvins á ráðherraárum hans. Á sunnudag greindi Jón Baldvin frá því að sími hans í utanríkisráðuneytinu - sem þá var til húsa á efstu hæð lögreglustöðvarinnar - hafi verið hleraður árið 1993. Davíð Oddsson, f.v. forsætisráðherra gerði lítið úr þessum fullyrðingum á Stöð 2 í gær og taldi þær augljóslega firru - og benti á að símarnir hefðu verið hreinsaðir af sérfræðingum NATO árlega. Í morgunútvarpsþætti Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu í morgun bætist í þessa sögu - segir Jón Baldvin frá því að í gærkvöld hafi hringt í sig fyrrverandi yfirmaður á tæknisviði Landsímans og staðfest að hann hafi orðið vitni að því að sími Jóns var hleraður. Þetta hafi verið á ráðherraárum Jóns Baldvins, en hann var ráðherra árin 1987-95. Hefði manninum ofboðið afneitun Davíðs í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld og talið að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki þagað lengur. Griendi maðurinn frá því að í tækniveri Landsímans hafi maður setið löngum stundum, vikur og mánuði og haft þann starfa einan að hlusta. Eitt skipti þegar hann hafi brugðið sér frá hafi heimildarmaðurinn hlustað í tækin og heyrt samtal á milli Jóns Baldvins og annars manns. Segir Jón Baldvin að heimildarmaðurinn muni á síðari stigum staðfesta þessa frásögn opinberlega. Það var annar maður með tækniþekkingu sem komst að því að sögn Jóns að síminn á ráðherraskrifstofunni var hleraður árið 1993. Sá maður mun ekki stíga fram af ótta við skoðanakúgun í samfélaginu - að sögn Jóns. En menn undrast það að Jón greindi ekki nánasta samstarfsmanni sínum í ríkisstjórninni Davíð Oddssyni frá þessari hlerun. Skýringin var sú segir Jón að hann taldi þá að Bandarískir agentar væru að hlera símann - og umkvörtun um slíkt hefði lítinn hljómgrunn fengið meðal Sjálfstæðismanna. Taldi Jón Baldvin að þeir menn sem fengnir voru til þess árlega á vegum NATO að kanna hvort ráðherrasímar væru hleraðir hefðu komið tækjunum fyrir. Lítið hefði þýtt að bera slíkar sakir á borð samráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin segir að þetta hlerunarmál - og önnur - verði að upplýsa. Ekki síst nú þegar fyrir liggi vilji dómsmálaráðherra á því að lögfesta tilvist leyniþjónustu á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. Sú sérkennilega staða er komin upp að leiðtogar stjórnarflokka Viðeyjarstjórnarinnar 1991-95, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson deila óvægið opinberlega um meinta hlerun á símum Jóns Baldvins á ráðherraárum hans. Á sunnudag greindi Jón Baldvin frá því að sími hans í utanríkisráðuneytinu - sem þá var til húsa á efstu hæð lögreglustöðvarinnar - hafi verið hleraður árið 1993. Davíð Oddsson, f.v. forsætisráðherra gerði lítið úr þessum fullyrðingum á Stöð 2 í gær og taldi þær augljóslega firru - og benti á að símarnir hefðu verið hreinsaðir af sérfræðingum NATO árlega. Í morgunútvarpsþætti Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu í morgun bætist í þessa sögu - segir Jón Baldvin frá því að í gærkvöld hafi hringt í sig fyrrverandi yfirmaður á tæknisviði Landsímans og staðfest að hann hafi orðið vitni að því að sími Jóns var hleraður. Þetta hafi verið á ráðherraárum Jóns Baldvins, en hann var ráðherra árin 1987-95. Hefði manninum ofboðið afneitun Davíðs í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld og talið að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki þagað lengur. Griendi maðurinn frá því að í tækniveri Landsímans hafi maður setið löngum stundum, vikur og mánuði og haft þann starfa einan að hlusta. Eitt skipti þegar hann hafi brugðið sér frá hafi heimildarmaðurinn hlustað í tækin og heyrt samtal á milli Jóns Baldvins og annars manns. Segir Jón Baldvin að heimildarmaðurinn muni á síðari stigum staðfesta þessa frásögn opinberlega. Það var annar maður með tækniþekkingu sem komst að því að sögn Jóns að síminn á ráðherraskrifstofunni var hleraður árið 1993. Sá maður mun ekki stíga fram af ótta við skoðanakúgun í samfélaginu - að sögn Jóns. En menn undrast það að Jón greindi ekki nánasta samstarfsmanni sínum í ríkisstjórninni Davíð Oddssyni frá þessari hlerun. Skýringin var sú segir Jón að hann taldi þá að Bandarískir agentar væru að hlera símann - og umkvörtun um slíkt hefði lítinn hljómgrunn fengið meðal Sjálfstæðismanna. Taldi Jón Baldvin að þeir menn sem fengnir voru til þess árlega á vegum NATO að kanna hvort ráðherrasímar væru hleraðir hefðu komið tækjunum fyrir. Lítið hefði þýtt að bera slíkar sakir á borð samráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin segir að þetta hlerunarmál - og önnur - verði að upplýsa. Ekki síst nú þegar fyrir liggi vilji dómsmálaráðherra á því að lögfesta tilvist leyniþjónustu á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira