Afmælistónleikar Sykurmolanna 12. október 2006 20:31 Sykurmolarnir saman í Laugardalshöll í nóvember. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkeleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja. FL Group á jafnframt í ríkulegu samstarfi við aðra íslenska tónlistarmenn, er meðal annars aðal styrktarfyrirtæki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og setti nýverið á laggirnar fjárfestingasjóðinn Tónvís sem vinna mun með íslenskum tónlistarmönnum á erlendum mörkuðum. Icelandair hefur boðið aðdáendum Sykurmola um allan heim sérstakar ferðir á tónleikana og nú þegar er ljóst að áhugi erlendis er meiri en áður hefur þekkst á tónleikum íslenskrar hljómsveitar hér á landi. AMMÆLI kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi. Þegar það kom út í Bretlandi fór það beint á toppinn á óháða vinsældarlistanum. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Fullskipuð kom hljómsveitin síðast fram á tónleikum 18. nóvember 1992. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Smekkleysu sem hefur eins og alþjóð veit verið frá stofnun fyrirtækisins leiðandi í framleiðslu metnaðarfullra listaverka og útbreiðslu íslenskrar tónlistar um heimsbyggðina. Það er mat Smekkleysu að framlag FL Group mun styrkja stoðir fyrirtækisins og efla til góðra verka í framtíðinni. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. Miðasala á tónleikana hérlendis hefst þann 25. október og fer fram í verslunum Skífunnar, BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 kr í stæði (auk 350 kr miðagjaldi söluaðila) og 6.500 kr. (auk 440 kr miðagjaldi). Lífið Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkeleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja. FL Group á jafnframt í ríkulegu samstarfi við aðra íslenska tónlistarmenn, er meðal annars aðal styrktarfyrirtæki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og setti nýverið á laggirnar fjárfestingasjóðinn Tónvís sem vinna mun með íslenskum tónlistarmönnum á erlendum mörkuðum. Icelandair hefur boðið aðdáendum Sykurmola um allan heim sérstakar ferðir á tónleikana og nú þegar er ljóst að áhugi erlendis er meiri en áður hefur þekkst á tónleikum íslenskrar hljómsveitar hér á landi. AMMÆLI kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi. Þegar það kom út í Bretlandi fór það beint á toppinn á óháða vinsældarlistanum. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Fullskipuð kom hljómsveitin síðast fram á tónleikum 18. nóvember 1992. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Smekkleysu sem hefur eins og alþjóð veit verið frá stofnun fyrirtækisins leiðandi í framleiðslu metnaðarfullra listaverka og útbreiðslu íslenskrar tónlistar um heimsbyggðina. Það er mat Smekkleysu að framlag FL Group mun styrkja stoðir fyrirtækisins og efla til góðra verka í framtíðinni. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. Miðasala á tónleikana hérlendis hefst þann 25. október og fer fram í verslunum Skífunnar, BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 kr í stæði (auk 350 kr miðagjaldi söluaðila) og 6.500 kr. (auk 440 kr miðagjaldi).
Lífið Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira