
Lífið
Íhuga að halda sig heima föstudaginn þrettánda

Einn af hverjum fjórum Bretum íhugar að halda sig heima í dag vegna þeirrar ógæfu sem fylgir föstudeginum þrettánda. Hjátrú meðal Breta virðist þó fara minnkandi ef marka má nýja skoðanakönnun sem gerð var vegna dagsins í dag. Þar kemur einnig fram að það að ganga undir stiga eða brjóta spegil virðist valda sífellt minni áhyggjum meðal Breta.