Lífið

Stelpuskákmót

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sigurvegari Stelpumóts Olís og Hellis, að tafli í mótinu í fyrra.
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sigurvegari Stelpumóts Olís og Hellis, að tafli í mótinu í fyrra.

Stelpuskákmót Olís og Hellis fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2, laugardaginn 14. október og hefst kl. 13. Þetta er í annð sinn sem þetta mót fer fram en mótið var afskaplega vel sótt í fyrra og flestar sterkustu ungu skákkonur landsins meðal þátttakenda en öllum stelpum á grunnskólaaldri er boðið til leiks og er þátttaka ókeypis.

Fjölbreytt og aldursskipt verðlaun eru í boði og fá allir keppendur fá viðurkenningarskjal frá Olís og Helli fyrir þátttökuna.

Samhliða mótinu fer fram drottningarflokkur þar sem allar konur er velkomnar til leiks en meðal keppenda þar má nefna landsliðskonurnar Lenku Ptácníkovú og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og má þar búast við harði baráttu!

Skráning fer fram á heimasíðu Hellis, www.hellir.com.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.