Erlent

Bandaríkin styðja andstæðinga Hamas

Mahmoud Abbas
Mahmoud Abbas

Bandaríkin hafa með leynd byrjað að styðja pólitíska andstæðinga Hamas samtakanna, fyrir kosningar sem haldnar verða ef Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, leysir upp ríkisstjórn Hamas.

Abbas hefur hótað að leysa upp stjórnina, eftir að samningaviðræður um þjóðstjórn fóru út um þúfur.

Bandarískir embættismenn segja að hljótt sé um þessar aðgerðir, til þess að koma ekki þiggjenduaðstoðarinnar í bobba.

Konsúll Bandaríkjanna hjá palestinsku heimastjórninni segir hinsvegar að þetta sé ekkert nýtt.

Bandaríkin hafi um árabil unnið að því á Vesturbakkanum og Gaza að styðja þróun stjórnmálaflokka og félagslegra stofnana.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×