Erlent

Ver verðlaunafénu til góðgerðamála

Mohammad Yunus var ákaft fagnað í heimaborg sinni Dhakar í Bangladess eftir að í ljós kom að hann hafði hlotið friðarverðlaun Nóbels.
Mohammad Yunus var ákaft fagnað í heimaborg sinni Dhakar í Bangladess eftir að í ljós kom að hann hafði hlotið friðarverðlaun Nóbels. MYND/AP

Mohammad Yunus, sem hlaut í morgun friðarverðlaun Nóbels á ásamt Grameen-smálánabankanum sem hann stofnaði, hyggst verja verðlaunafénu, um 95 milljónum króna, til góðgerðamála.

Yunus stofnaði bankann árið 1976, en hann hefur það að markmiði að lána fátækum, einkum konum, fé til að koma undir sig fótunum. Yunus sagði við fréttamenn í dag að hluti fjárins myndi renna í fyrirtæki sem á að búa til ódýran en nærgingarríkan mat fyrir fátæka en afgangurinn á að fara í uppbyggingu sjúkrahúss fyrir fátæka í heimalandi Yunus, Bangladess. Yunus er fyrsti Bangladessbúinn sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×