Norður Kórea gæti haft í hyggju að sprengja næst vetnissprengju. Þetta er að minnsta kosti haft eftir, Kim Myong-chol, kóresk/japönskum fræðimanni, sem talinn er einskonar óopinber talsmaður Kim Jong-ils, leiðtoga Norður Kóreu.
Vitnað er í hann í Korean Times í dag þar sem hann segir að Norður Kóreumenn ætli að gera tilraunir með vetnissprengjuna til að sýna fram á að tilraunin á mánudag hafi ekki misheppnast, eins og vangaveltur hafa verið um.
Sameinuðu þjóðirnar hafa þokast nær því í dag að ná samkomulagi um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, eftir að Bandaríkjamenn lögðu til að ályktunin fæli ekki í sér mögulegar hernaðaraðgerðir. John Bolton, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ekki hefði náðst endanlegt samkomulag ennþá, en tekið hefðist að ná sáttum um mörg mikilvæg atriði.