Erlent

Sprengja N-Kóreumenn vetnissprengju næst?

Kim Jong Il skoðar herfylki 851
Kim Jong Il skoðar herfylki 851 MYND/AP/Korea Central News Agency via Korea News

Norður Kórea gæti haft í hyggju að sprengja næst vetnissprengju. Þetta er að minnsta kosti haft eftir, Kim Myong-chol, kóresk/japönskum fræðimanni, sem talinn er einskonar óopinber talsmaður Kim Jong-ils, leiðtoga Norður Kóreu.

Vitnað er í hann í Korean Times í dag þar sem hann segir að Norður Kóreumenn ætli að gera tilraunir með vetnissprengjuna til að sýna fram á að tilraunin á mánudag hafi ekki misheppnast, eins og vangaveltur hafa verið um.

Sameinuðu þjóðirnar hafa þokast nær því í dag að ná samkomulagi um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, eftir að Bandaríkjamenn lögðu til að ályktunin fæli ekki í sér mögulegar hernaðaraðgerðir. John Bolton, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ekki hefði náðst endanlegt samkomulag ennþá, en tekið hefðist að ná sáttum um mörg mikilvæg atriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×