Lífið

Hljómur Airwaves 2006

Hljómur Iceland Airwaves hátíðarinnar í ár - safndiskurinn Iceland Airwaves 2006 kemur út í dag.
Hljómur Iceland Airwaves hátíðarinnar í ár - safndiskurinn Iceland Airwaves 2006 kemur út í dag.

Hljómur Iceland Airwaves hátíðarinnar í ár - safndiskurinn Iceland Airwaves 2006 - kemur út í dag, mánudaginn 16. október. Diskurinn inniheldur 22 lög með jafnmörgum flytjendum sem koma fram á hátíðinni í ár, innlendum jafnt sem erlendum. Stærstu erlendu hljómsveitir hátíðarinnar Kaiser Chiefs, Wolf Parade, Brazilian Girls, The Go! Team og We are Scientists eru öll með lög á disknum auk Love is All, Metric, Tilly and the Wall og Klaxons sem eru á mikilli siglingu í tónlistarbransanum um þessar mundir. Diskurinn inniheldur níu íslensk lög frá Mugison, Seabear, Eberg, Lay Low, Reykjavík!, Skakkamanage, Wulfgang, FM Belfast og Jakobínarína.

Iceland Airwaves 2006 fæst frá með deginum í dag í öllum betri hljómplötuverslunum og mun einnig fást á Airwaves sjálfri á stærstu tónleikastöðum hátíðarinnar. Diskurinn mun einnig fást í upplýsingamiðstöð hátíðarinnar á Hressó sem opnaði í dag og verður opin yfir alla hátíðina.



Iceland Airwaves 2006 er gefin út af Senu í samvinnu við Hr. Örlyg.

Lagalistan má finna í heild sinni hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×