Óttast um áhrif árásanna á friðarviðræður 16. október 2006 11:34 Vavunya á Sri Lanka. MYND/AP Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga. Uppreisnarmenn Tamíltígra drógu sig út úr friðarviðræðum í apríl á þessu ári og til átaka kom milli þeirra og stjórnarhersins í júlí. Mörg hundruð her- og uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafa týnt lífi síðan þá og hafa átökin ekki verið meiri og verri á Srí Lanka síðan samið var um vopnahlé árið 2002. Í morgun var gerð árás á bílalest stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka en talið er að Tamíltígrar beri ábyrgð á árásinni. Bílalestin var á leið frá austurströndinni inn í miðja eyjuna þar sem setið var fyrir lestinni. Vörubíl fullum af sprengiefni hafði verið lagt á veginn og sprengdi bílstjórinn sig og bílinn í loft upp þegar bílalestin kom að. Þrettán rútur eyðilögðust í árásinni og um sjötíu manns létust auk þess sem tugir slösuðust. Þorfinnur Ómarsson er talsmaður vopnahléseftirlitsins á Sri Lanka en starfsmaður á þeirra vegum var staddur í nokkra kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í morgun. Þorfinnur segir árásarstaðinn vera fyrir utan hefðbundin átakasvæði eða inn í miðju landinu og þar séu venjulega ekki framin verk af þessu tagi. Friðarviðræður milli Tamíltígra og stjórnarhersins eiga að hefjast á ný í Genf í Sviss eftir tíu daga og óvíst er hver áhrif árásanna í morgun eru á þær. Þorfinnur segir mikilvægt að menn haldi ró sinni og mæti á fundinn þrátt fyrir árásirnar í morgun þar sem þær séu gríðarlegar mikilvægar fyrir framtíðina. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga. Uppreisnarmenn Tamíltígra drógu sig út úr friðarviðræðum í apríl á þessu ári og til átaka kom milli þeirra og stjórnarhersins í júlí. Mörg hundruð her- og uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafa týnt lífi síðan þá og hafa átökin ekki verið meiri og verri á Srí Lanka síðan samið var um vopnahlé árið 2002. Í morgun var gerð árás á bílalest stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka en talið er að Tamíltígrar beri ábyrgð á árásinni. Bílalestin var á leið frá austurströndinni inn í miðja eyjuna þar sem setið var fyrir lestinni. Vörubíl fullum af sprengiefni hafði verið lagt á veginn og sprengdi bílstjórinn sig og bílinn í loft upp þegar bílalestin kom að. Þrettán rútur eyðilögðust í árásinni og um sjötíu manns létust auk þess sem tugir slösuðust. Þorfinnur Ómarsson er talsmaður vopnahléseftirlitsins á Sri Lanka en starfsmaður á þeirra vegum var staddur í nokkra kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í morgun. Þorfinnur segir árásarstaðinn vera fyrir utan hefðbundin átakasvæði eða inn í miðju landinu og þar séu venjulega ekki framin verk af þessu tagi. Friðarviðræður milli Tamíltígra og stjórnarhersins eiga að hefjast á ný í Genf í Sviss eftir tíu daga og óvíst er hver áhrif árásanna í morgun eru á þær. Þorfinnur segir mikilvægt að menn haldi ró sinni og mæti á fundinn þrátt fyrir árásirnar í morgun þar sem þær séu gríðarlegar mikilvægar fyrir framtíðina.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira