Erlent

Dómsuppkvaðningu frestað í máli á hendur Saddam

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, við réttarhöld í Bagdad á dögunum.
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, við réttarhöld í Bagdad á dögunum. MYND/AP

Dómstóll í Írak hefur frestað því að kveða upp úrskurð í máli á hendur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna aðildar hans að morðum á hátt 150 sjítum í bænum Dujail árið 1982. Talsmaður dómstólsins sagði dómarar þyrftu meiri tíma til að fara yfir vitnisburð í málinu og að rétturinn kæmi saman aftur 5. nóvember.

Ekki er ljóst hvort dómur verður kveðinn upp þá. Sækjendur hafa farið fram á dauðarefsingu yfir forsetanum fyrrverandi verði hann sakfelldur fyrir morðin. Réttarhöld yfir Hussein og samstarfsmönnum hans vegna fjöldamorða á Kúrdum á níunda áratugnum standa nú yfir og forsetans fyrrverandi bíða fleiri ákærur fyrir glæpi í valdatíð sinni í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×