Lífið

Myspace- vinskapur

Aðdáendur trúbadora ættu að gleðjast þar sem að í boði verða amk þrír tónleikar í þessari viku.
Aðdáendur trúbadora ættu að gleðjast þar sem að í boði verða amk þrír tónleikar í þessari viku.

Von er á fjölþjóðlegum hópi trúbadora til landsins sem ætla að halda nokkra tónleika í vikunni í Reykjavík og Borgarfirði.

Hér er um að ræða trúbadorana Torben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp (Pete Uhlenbruck) frá Ástralíu og Svavar Knút Kristinsson sem er fulltrúi Íslands í hópnum.

Þrennir tónleikar eru opinberlega framundan hjá hópnum, má eins vera að þeir verði fleiri. Fyrstu tónleikarnir verða á Kaffi Hljómalind á þriðjudagskvöldið kl. 20. Aðrir leikarnir verða síðan á Café Rosenberg á miðvikudagskvöld kl. 21 en þá fá þeir félagar liðsauka frá skagfirska söngvaskáldinu Brynjari Páli Rögnvaldssyni. Þriðju tónleikar hópsins verða á kaffihúsi viðskiptaháskólans á Bifröst í Borgarfirði.

Tónlist allra þriggja trúbadoranna er af rólegri kantinum, dálítið innhverf og persónuleg og andi Nick Drake og líkra listamanna svífur yfir vötnum. Þess má sérstaklega geta að Pete Uhlenbruck er búinn að vera á einmenningstónleikaferðalagi um Evrópu sem hann skipulagði nær eingöngu gegnum Myspace vefinn og kunningskap gegnum það og er þessi stutta heimsókn þeirra Torbens til Íslands einnig afurð Myspace-vinskapar.

Frekari upplýsingar um meðlimi hópsins og lög til niðurhals má finna á myspace síðum meðlima:

www.myspace.com/torbenstock (Torben)

http://www.myspace.com/owlsoftheswamp (Pete Uhlenbrück, owls of the swamp)

http://www.myspace.com/mrknutur (Svavar Knútur)

www.myspace.com/13inside (Brynjar Páll)

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×