Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir morð á ellefu ára dreng

Fimmtán ára drengur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi eftir að hafa viðurkennt að myrt ellefu ára dreng fyrr á árinu. Joseph Geeling fannst látinn í garði í Bury á Englandi í mars síðastliðnum en hans hafði verið leitað eftir að hann skilaði sér ekki heim eftir skóla.

Fram kom við réttarhöldin yfir Michael Harmer, sem þá var fjórtán ára, að hann hefði lokkað Geeling heim til sín með fölsuðu bréfi frá aðstoðarskólastjóra og myrt hann þar. Er ástæðan fyrir morðinu sögð sú að Geeling hafi hótað að segja öllum að Harmer væri samkynhneigður eftir að Harmer leitaði á hann. Sló hann Geeling ítrekað í höfuðið með pönnu og stakk hann svo 16 sinnum. Fram kom við réttarhöldin í dag að Harmer geti fyrst sótt um reynslulausn eftir tólf ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×