Erlent

Heimilt að raða börnum eftir tungumálakunnáttu

Klögunefnd jafnrréttismála, í Danmörku, hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæjaryfirvöld í Árósum séu í fullum rétti til þess að skipa börnum í bekki, og skóla, eftir því hvernig dönskukunnátta þeirra er. Dönskukunnátta barnanna er prófuð og þeim er svo raðað í skóla.

Sum eru send í skóla sem eru fyrir utan þeirra hverfi, ef þau eru talin þurfa sérstaka hjálp. Eðli málsins samkvæmt eru mörg þessara barna af erlendum uppruna.

Klögunefndin komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að þessi skipan mála einskorðaðist ekki við börn af erlendum uppruna. Dæmi væru um að innfædd börn væru send í sérkennslu og börn af erlendum uppruna ekki talin þurfa hana.

Nefndin úrskurðaði því að ekki væri verið að mismuna börnum eftir uppruna, heldur aðeins tryggja þeim sem besta kennslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×