Erlent

Fjölskyldur neyða stúlkur til sjálfsmorða

Sænsk yfirvöld hafa af því miklar áhyggjur að fjölskyldur ungra stúlkna neyði þær til þess að fremja sjálfsmorð til þess að bjarga heiðri fjölskyldunnar. Um leið firra þær fjölskyldurnar hugsanlegum ákærum fyrir heiðursmorð.

Þótt þetta hafi ekki farið hátt er þetta svo algengt að það er jafnvel til nafn fyrir þessar stúlkur. Þær eru kallaðar Svalastúlkurnar, því sumar þeirra ráða sér bana með því að stökkva fram af svölum.

Fulltrúi sænsku lögreglunnar sagði í samtali við sænska útvarpsstöð að stúlkurnar fengju sjálfar að velja aðferðina; taka pillur, hengja sig eða stökkva fyrir járnbrautarlest.

Lögfræðingurinn Elísabet Fritz, sem fæst við rannsókn á heiðursmorðum segir að þrjár af hverjum fimm stúlkum sem leiti til hennar segi að fjölskyldurnar segi; "Ef þú gerir ekki eitthvað sjálf, þá gerum við það."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×