Erlent

Tekinn af allur vafi

Loftsýni sem sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar, tóku í síðustu viku staðfesta það að Norður-kóreumenn hafi sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni fyrir viku. John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum, segir geislavirk efni hafa greinst og það rannskaða.

Í yfirlýsingur segir að rannsóknir bendi til þess að kraftur sprengingarinnar hafi verið innan við 1 kílótonn sem er innan við tíu sinnum kraftminni sprengja en sú sem varpað var á Hiroshima árið 1945.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma um helgina að grípa til refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Pyongyang vegna tilraunasprengingarinnar. Eftir er að ákveða hvernig aðgerðum þeim sem heimilaðar eru verði framfylgt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×