Erlent

Leita að smyglgöngum

Skriðdreki Ísraelshers á Gazasvæðinu í morgun.
Skriðdreki Ísraelshers á Gazasvæðinu í morgun. MYND/AP

Tveir palestínskir hermenn létust þegar ísraelski herinn hélt áfram sókn sinni á suðurhluta Gaza í morgun. Öryggisfulltrúar Palestínu segja að ísraelski herinn hafi í dögun tekið yfir landamærasvæðið sem skilur að Gaza og Egyptaland.

Talsmaður ísraelska hersins segir aðgerðir hersins miðaðar að því að finna göng sem herskáir Palestínumenn noti til að smygla vopnum til Gazasvæðisins frá Egyptalandi. Ísraelsmenn segjast hafa fundið þrettán slík göng á síðustu þremur mánuðum.

Ísraelar halda því fram að síðan að ísraelski herinn lét umsjón landamæranna í hendur Egypta og Palestínumanna, fyrir fáeinum árum, hafi gríðarlegu miklu magni vopna verið smyglað um landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×