Erlent

Reynir að þrýsta á að refsiaðgerðum sé fylgt eftir

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar í dag með japönskum stjórnvöldum vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna.

Rice hefur ferð sína um Asíu í dag en með henni vill hún fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum. Talið er að ferðin auki þrýsting á ríki í Asíu, sérstaklega Kína, að fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu. Rice mun í ferð sinni einnig heimsækja Suður-Kóreu, Kína og Rússland.

Norður-Kóreumenn sýna engin merki þess að hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×