Anza kaupir hluta af starfsemi TietoEnator 18. október 2006 10:04 Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Í tilkynningu frá Anza segir að hjjá fyrirtækinu muni starfa um 420 manns. Veltan á þessu ári er áætluð um 5,4 milljarðar króna. Þá segir að reksturinn byggist fyrst og fremst á þróun og viðhaldi hugbúnaðarkerfa, margþættri ráðgjöf, innleiðingu staðlaðra hugbúnaðarlausna og fjölbreyttri þjónustu á þessu sviði. Fyrirtækið eignast jafnframt með kaupunum vörur og hugbúnaðarlausnir, sem eru í notkun á Norðurlöndum og víðar. Þessar lausnir eru m.a. sérhæfð þjónustukerfi, skjalavistunarkerfi og eftirlitskerfi. Jafnframt er fyrirtækið með samstarfssamninga við helstu hugbúnaðarframleiðendur í heimi, svo sem Microsoft og Oracle. Meðal viðskiptavina eru margar opinberar stofnanir á Norðurlöndunum, þjónustustofnanir, vinnumálastofnanir, skattyfirvöld, eftirlitsstofnanir, lífeyrissjóðir, sveitarfélög og einkafyrirtæki. Auk þess veitir félagið þjónustu sem snýr að stöðluðum lausnum og byggist starfsemin í Noregi t.d. einna helst á ráðgjöf og þjónustu við Oracle e-Business Suite fyrir háskóla, sjúkrahús, þjónustustofnanir og fleiri aðila. Keypt er starfandi fyrirtæki í Svíþjóð og stofnuð eru ný rekstrarfélög um starfsemina í Danmörku og Noregi. ANZA mun eiga félögin í gegnum dótturfélag sitt í Danmörku Sirius IT Holding A/S. Lykilstjórnendur félagsins halda allir áfram störfum og munu eiga um 10% hlutafjár. Hreinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Anza segir að með kaupunum verði Anza eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með starfsemi í fjórum löndum, Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi með yfir 500 starfsmenn og veltu upp á 7 milljarðar króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Í tilkynningu frá Anza segir að hjjá fyrirtækinu muni starfa um 420 manns. Veltan á þessu ári er áætluð um 5,4 milljarðar króna. Þá segir að reksturinn byggist fyrst og fremst á þróun og viðhaldi hugbúnaðarkerfa, margþættri ráðgjöf, innleiðingu staðlaðra hugbúnaðarlausna og fjölbreyttri þjónustu á þessu sviði. Fyrirtækið eignast jafnframt með kaupunum vörur og hugbúnaðarlausnir, sem eru í notkun á Norðurlöndum og víðar. Þessar lausnir eru m.a. sérhæfð þjónustukerfi, skjalavistunarkerfi og eftirlitskerfi. Jafnframt er fyrirtækið með samstarfssamninga við helstu hugbúnaðarframleiðendur í heimi, svo sem Microsoft og Oracle. Meðal viðskiptavina eru margar opinberar stofnanir á Norðurlöndunum, þjónustustofnanir, vinnumálastofnanir, skattyfirvöld, eftirlitsstofnanir, lífeyrissjóðir, sveitarfélög og einkafyrirtæki. Auk þess veitir félagið þjónustu sem snýr að stöðluðum lausnum og byggist starfsemin í Noregi t.d. einna helst á ráðgjöf og þjónustu við Oracle e-Business Suite fyrir háskóla, sjúkrahús, þjónustustofnanir og fleiri aðila. Keypt er starfandi fyrirtæki í Svíþjóð og stofnuð eru ný rekstrarfélög um starfsemina í Danmörku og Noregi. ANZA mun eiga félögin í gegnum dótturfélag sitt í Danmörku Sirius IT Holding A/S. Lykilstjórnendur félagsins halda allir áfram störfum og munu eiga um 10% hlutafjár. Hreinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Anza segir að með kaupunum verði Anza eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með starfsemi í fjórum löndum, Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi með yfir 500 starfsmenn og veltu upp á 7 milljarðar króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira