Sport

Schumacher sallarólegur

Schumacher er fullkomlega sáttur við ákvörðun sína um að hætta eftir Brasilíukappaksturinn á sunnudaginn
Schumacher er fullkomlega sáttur við ákvörðun sína um að hætta eftir Brasilíukappaksturinn á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages

Michael Schumacher segist halda til Brasilíukappakstursins með sama hugarfari og áður, þrátt fyrir að þar verði um að ræða síðustu keppni hans sem ökumanns í Formúlu 1. Hann segist fullkomlega sáttur við að leggja stýrið á hilluna eftir glæstan feril.

"Stundum fer maður að hugsa um að þetta sé síðasta keppnin á ferlinum og þá get ég ekki neitað því að tilfinningin er nokkuð sérstök, en ég er að öðru leyti mjög afslappaður fyrir keppnina um helgina. Undirbúningurinn er með sama sniði og áður og ég er fyrst og fremst að hugsa um það að hjálpa Ferrari að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða - ekki mína eigin hagsmuni," sagði Þjóðverjinn sigursæli, sem þarf að vinna kappaksturinn og vona að heimsmeistarinn Ferdando Alonso nái ekki í eitt einasta stig til að verða heimsmeistari í áttunda sinn.

Maður verður að hafa fullt hungur og einbeitingu ef maður ætlar að vera í fremstu röð í Formúlu 1 og mér finnst tankurinn vera orðinn tómur hjá mér. Ég veit ekki hvað tekur við hjá mér eftir að ég hætti að keppa, en ég er viss um að ég finn mér eitthvað áhugavert að gera. Ég er fullkomlega sáttur við að vera að hætta," sagði Schumacher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×