Erlent

Svipti sig lífi skömmu fyrir aftöku

Fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum svipti sig lífi í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en að það átti að taka hann af lífi. Maðurinn skrifaði skilaboð í eigin blóði í fangaklefa sínum þar sem hann hélt fram sakleysi sínu.

Michael Johnson, sem var 29 ára, var sakfelldur fyrir að hafa skotið 27 ára gamlan mann til bana þegar hann reyndi að ræna búð í bænum Lorena í Texas í september árið 1995. Johnson var þá 18 ára gamall. Hann neitaði ávallt sök og sagði vitorðsmann sinn í ráninu, David Vest, hafa myrt manninn. Vest játaði á sig aðild að ráninu og bar vitni gegn Johnson. Vest fékk 8 ára dóm og gengur nú laus.

Það var á áttunda tímanum í morgun að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan þrjú um nótt að staðartíma, sem fangverðir fundu Johnson í blóði sínu. Hann hafði notað járn blað til að sker á hálsæð og æð í hægri handlegg. Hann hafði skrifað með blóðin sínu að hann væri saklaus.

Johnson svipti sig lífi þrátt fyrir að miklar gætur séu hafðar á föngum á dauðadeild skömmu fyrir aftöku. Vörður hafi farið frá honum stundarfjórðungi áður en hann fannst látinn og þá hafi ekkert bent til þess að hann fyrirhugaði að taka eigið líf.

Það hefur áður gerst að fangar á dauðadeild í Texas svipti sig lífi en enginn hefur gert það svo stuttu fyrir aftöku.

376 menn hafa verið teknir af lífi í Texas síðan árið 1982 en þá aflétti Hæstiréttur Bandaríkjanna allsherjar banni á dauðarefsingum. 21 fangi hefur verið tekinn af lífi í Texas það sem af er þessu ári og Johnson hefði orðið 22. fanginn. 390 fangar sitja nú á dauðadeild í Texas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×