Innlent

Vilja auka veg kvenna á Alþingi

MYND/NFS

Femínistafélag Íslands skorar á stjórnmálaflokka sem ekki hafa myndað sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla.

Í tilkynningu frá atvinnu- og stjórnmálahópi félagsins segir að hlutur kvenna á þingi sé of lítill og eru konur hvattar til að bjóða sig fram til setu á efstu sætum lista stjórnmálaflokkanna. Enn fremur skorar félagið á konur og karla að kjósa konur í efstu sæti framboðslista og á þingmenn að beita sér fyrir því að jafn réttur beggja kynja til setu á Alþingi verði tryggður með lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×