Minni hagnaður á fjórðungnum 26. október 2006 10:05 Hagnaður Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka á þriðja ársfjórðungi minnkaði talsvert á milli ára. Bankinn skilaði 1.549 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en 6.473 milljónum króna á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn 76 prósentum á milli ára. Greiningardeild KB banka spáði því að bankinn myndi skila 5 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri bankans kemur m.a. fram að hagnaður bankans fyrstu mánuði ársins nam tæpum 21 milljarði króna, sem er methagnaður í sögu bankans. Á sama tíma fyrir ári nam hann hins vegar 14,1 milljarði króna og nemur hækkunin á milli ára 48 prósentum. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 var 20.936 m.kr. en var 14.103 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 og er það 48% hækkun. Hreinar rekstrartekjur bankans á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 67 prósent á milli ára og námu 2,8 milljörðum króna. Á sama tíma fyrir ári námu þær tæpum 8,5 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 námu hreinar rekstrartekjur bankans 28,2 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra námu þær tæpum 18 milljörðum króna, sem er 57 prósenta hækkun. Þá nam arðsemi eigin fjár 19,4 prósentum á fyrstu níu mánuðum ársins sem jafngildir 26,6 prósenta arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli. Hreinar þóknunartekjur Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka rúmlega fimmfaldast milli ára. Þær námu tæpum 5,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 957 milljónir króna á sama tímabili 2005. Heildareignir bankans námu 332,4 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs en voru 259,3 milljarðar króna í lok síðasta árs og hafa vaxið um 28 prósent frá áramótum. Þá var eiginfjárhlutfall á CAD-grunni 33,4 prósnet, þar af var A-hluti 31,75 prósent. Til samanburðar var CAD-hlutfall um áramót 19,8 prósent, þar af var A-hluti 15,3 prósent. Eigið fé nam 125.765 milljörðum króna í lok þriðja fjórðungs, að frádregnum eigin bréfum. Haft er eftir Friðriki Jóhannssyni, forstjóra Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka, að hann væri stoltur yfir þeim árangri sem bankinn hafi náð á fyrstu níu mánuðum ársins. „Við erum að ná góðum árangri á öllum sviðum og bankinn heldur áfram að efla stöðuga tekjustofna umfram gengishagnað hlutabréfa. Það er í takt við stefnu Straums-Burðaráss og styrkir efnahagsreikninginn enn frekar. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er methagnaður í rekstrarsögu Straums-Burðaráss," segir hann í tilkynningu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira
Hagnaður Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka á þriðja ársfjórðungi minnkaði talsvert á milli ára. Bankinn skilaði 1.549 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en 6.473 milljónum króna á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn 76 prósentum á milli ára. Greiningardeild KB banka spáði því að bankinn myndi skila 5 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri bankans kemur m.a. fram að hagnaður bankans fyrstu mánuði ársins nam tæpum 21 milljarði króna, sem er methagnaður í sögu bankans. Á sama tíma fyrir ári nam hann hins vegar 14,1 milljarði króna og nemur hækkunin á milli ára 48 prósentum. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 var 20.936 m.kr. en var 14.103 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 og er það 48% hækkun. Hreinar rekstrartekjur bankans á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 67 prósent á milli ára og námu 2,8 milljörðum króna. Á sama tíma fyrir ári námu þær tæpum 8,5 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 námu hreinar rekstrartekjur bankans 28,2 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra námu þær tæpum 18 milljörðum króna, sem er 57 prósenta hækkun. Þá nam arðsemi eigin fjár 19,4 prósentum á fyrstu níu mánuðum ársins sem jafngildir 26,6 prósenta arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli. Hreinar þóknunartekjur Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka rúmlega fimmfaldast milli ára. Þær námu tæpum 5,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 957 milljónir króna á sama tímabili 2005. Heildareignir bankans námu 332,4 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs en voru 259,3 milljarðar króna í lok síðasta árs og hafa vaxið um 28 prósent frá áramótum. Þá var eiginfjárhlutfall á CAD-grunni 33,4 prósnet, þar af var A-hluti 31,75 prósent. Til samanburðar var CAD-hlutfall um áramót 19,8 prósent, þar af var A-hluti 15,3 prósent. Eigið fé nam 125.765 milljörðum króna í lok þriðja fjórðungs, að frádregnum eigin bréfum. Haft er eftir Friðriki Jóhannssyni, forstjóra Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka, að hann væri stoltur yfir þeim árangri sem bankinn hafi náð á fyrstu níu mánuðum ársins. „Við erum að ná góðum árangri á öllum sviðum og bankinn heldur áfram að efla stöðuga tekjustofna umfram gengishagnað hlutabréfa. Það er í takt við stefnu Straums-Burðaráss og styrkir efnahagsreikninginn enn frekar. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er methagnaður í rekstrarsögu Straums-Burðaráss," segir hann í tilkynningu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira