Erlent

Andy Taylor hættur í Duran Duran

Liðsmenn Duran Duran, frá vinstir: John Taylor, Simon LeBon, Andy Taylor og Roger Taylor.
Liðsmenn Duran Duran, frá vinstir: John Taylor, Simon LeBon, Andy Taylor og Roger Taylor. MYND/REUTERS

Andy Taylor, gítarleikari bresku hjómsveitarinnar Duran Duran, er hættur að spila með félögum sínum. Sem stendur er hljómsveitin í tónleikaferð um heiminn og næsti viðkomustaður eru Bandaríkin. Fimm ár eru síðan þessi vinsæla hljómsveit níunda áratugs síðustu aldar kom aftur saman á ný.

Í yfirlýsingu á vefsíðu hljómsveitarinnar segir að samband Taylors við aðra í hljómsveitinni hafi verið orðið erfitt. Hljómsveitin Duran Duran heldur þó áfram án gítarleikarans Andy Taylors.

Duran Duran var vinsæl hljómsveit á níunda áratugnum, í Bretlandi og víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Þekktustu lög þeirra eru "Rio" og "Hungry Like the Wolf" svo einhver séu nefnd.

Fimm voru í hljómsveitinni upphaflega, söngvarinn Simon Le Bon, Nick Rhodes, John Taylor, Roger Taylor og Andy Taylor. Svo skemmtilega vill til að Taylorarnir þrír eru ekki bundnir fjölskylduböndum.

Hljómsveitin lýkur tónleikaferðalagi sínu 11. nóvember nk. og heldur þá í hljóðver til að ljúka upptökum á næstu breiðskífu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×