Vantraust á kosningakerfi 6. nóvember 2006 13:29 Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira