Hvað svo? 8. nóvember 2006 11:38 Claire McCaskill, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demókrata í Missouri var ein þeirra sem steypti repúblikana úr stóli. MYND/AP Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira