Erlent

Simpson sagður viðurkenna morðin, í nýrri bók

O.J. Simpson hefur skrifað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði farið að því að myrða fyrrverandi eiginkonu sína og ástmann hennar, EF hann hefði gert það. Titill bókarinnar er "Ef ég gerði það, svona gerðist það." Útgefandi bókarinnar segir að hún líti á hana sem játningu.

Árið 1995 var O.J. Simpson sýknaður af því að hafa myrt Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman. Fjölskylda hennar höfðaði þá einkamál og fékk sér dæmdar tvo og hálfan milljarð króna í miskabætur, sem Simpson hefur enn ekki greitt.

Bókin kemur út undir mánaðamótin og þá verður einnig viðtal við Simpson á Fox sjónvarpsstöðinni, þar sem hann lýsir morðunum í smáatriðum. Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að sækja mann til saka tvisvar, fyrir sama mál. Simpson er því alveg óhætt að játa á sig morðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×