Pardew hrífst af áformum Eggerts Magnússonar 16. nóvember 2006 22:56 Alan Pardew líst vel á áform Eggerts Magnússonar NordicPhotos/GettyImages Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður. Talið er víst að nú fari að draga til tíðinda á allra næstu dögum um það hvort það verður hópur Eggerts eða hópur Íranans Kia Joorabchian sem eignist félagið. Pardew segist viss um að Eggert og félagar séu réttu mennirnir til að leiða West Ham inn í nýja og spennandi tíma. "Blaðamenn vissu reyndar af þessum fundi okkar Eggerts löngu á undan mér, en hann var góður og ég get fullvissað stuðningsmenn West Ham um að þeir hefðu viljað heyra það sem Eggert sagði við mig. Hann hefur að mínu mati nokkuð góða hugmynd um það hvað hann vill gera við félagið og mér leið vel eftir fund okkar - rétt eins og eftir að ég hitti Joorabchian. Báðir aðilar virðast ákveðnir í að koma West Ham í Meistaradeildina og þó við séum augljóslega ekki í aðstöðu til að láta okkur dreyma um það akkúrat í augnablikinu, hljótum við að geta hert róðurinn fljótlega eftir yfirtöku rétt eins og t.d. Aston Villa hefur gert. Það eina sem stendur okkur fyrir þrifum í augnablikinu er óvissan og því vona ég að þetta mál fari að leysast fljótlega," sagði Pardew, en svo virðist sem bæði Eggert og Joorabchian hafi lofað að leyfa honum að gegna stöðu knattspyrnustjóra áfram, þó gengi liðsins hafi verið afleitt framan af vetri. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður. Talið er víst að nú fari að draga til tíðinda á allra næstu dögum um það hvort það verður hópur Eggerts eða hópur Íranans Kia Joorabchian sem eignist félagið. Pardew segist viss um að Eggert og félagar séu réttu mennirnir til að leiða West Ham inn í nýja og spennandi tíma. "Blaðamenn vissu reyndar af þessum fundi okkar Eggerts löngu á undan mér, en hann var góður og ég get fullvissað stuðningsmenn West Ham um að þeir hefðu viljað heyra það sem Eggert sagði við mig. Hann hefur að mínu mati nokkuð góða hugmynd um það hvað hann vill gera við félagið og mér leið vel eftir fund okkar - rétt eins og eftir að ég hitti Joorabchian. Báðir aðilar virðast ákveðnir í að koma West Ham í Meistaradeildina og þó við séum augljóslega ekki í aðstöðu til að láta okkur dreyma um það akkúrat í augnablikinu, hljótum við að geta hert róðurinn fljótlega eftir yfirtöku rétt eins og t.d. Aston Villa hefur gert. Það eina sem stendur okkur fyrir þrifum í augnablikinu er óvissan og því vona ég að þetta mál fari að leysast fljótlega," sagði Pardew, en svo virðist sem bæði Eggert og Joorabchian hafi lofað að leyfa honum að gegna stöðu knattspyrnustjóra áfram, þó gengi liðsins hafi verið afleitt framan af vetri.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira