House of Fraser óskar eftir afslætti frá birgjum 17. nóvember 2006 11:33 Ein af verslunum House of Fraser. Framkvæmdastjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser (HoF) mun í næstu viku senda birgjum bréf þar sem þess er óskað að versluninni verði veittur afsláttur á vörum auk þess sem greiðslufrestur verði lengdur.Að sögn vefútgáfu breska dagblaðsins Times mun Don McCarthy, stjórnarformaður HoF fara fram á 2 prósenta afslátt frá birgjum enda hafi ekki orðið neinar breytingar á samningum birgja og HoF síðan á sumardögum fyrir þremur árum.Stjórnir bresku verslananna Debenhams, Bhs, Arcadia og Marks & Spencer óskuðu eftir álíka kjörum hjá birgjum og HoF ætlar að fara fram á síðastliðið sumar.Times segir að stjórnir Bhs og Arcadia hafi óskað eftir því í júní síðastliðnum að birgjar veittu 1 prósents afslátt og að þeir framlengdu greiðslufrest sinn úr 30 dögum í 60. Marks & Spencer fór hins vegar fram á 5,5 prósenta afslátt.Kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á HoF lauk í síðustu viku en heildarfjármögnun nemur 77 milljörðum króna. Breskir fjölmiðlar hafa haft eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, að breskar verslanir séu leiðinlegar og bjóði margar hverjar upp á keimlíkt vöruúrval. Sé nauðsynlegt að krydda vöruúrvalið og hefur hann þegar boðað að nokkrum vörumerkjum HoF verði skipt út fyrir önnur. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser (HoF) mun í næstu viku senda birgjum bréf þar sem þess er óskað að versluninni verði veittur afsláttur á vörum auk þess sem greiðslufrestur verði lengdur.Að sögn vefútgáfu breska dagblaðsins Times mun Don McCarthy, stjórnarformaður HoF fara fram á 2 prósenta afslátt frá birgjum enda hafi ekki orðið neinar breytingar á samningum birgja og HoF síðan á sumardögum fyrir þremur árum.Stjórnir bresku verslananna Debenhams, Bhs, Arcadia og Marks & Spencer óskuðu eftir álíka kjörum hjá birgjum og HoF ætlar að fara fram á síðastliðið sumar.Times segir að stjórnir Bhs og Arcadia hafi óskað eftir því í júní síðastliðnum að birgjar veittu 1 prósents afslátt og að þeir framlengdu greiðslufrest sinn úr 30 dögum í 60. Marks & Spencer fór hins vegar fram á 5,5 prósenta afslátt.Kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á HoF lauk í síðustu viku en heildarfjármögnun nemur 77 milljörðum króna. Breskir fjölmiðlar hafa haft eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, að breskar verslanir séu leiðinlegar og bjóði margar hverjar upp á keimlíkt vöruúrval. Sé nauðsynlegt að krydda vöruúrvalið og hefur hann þegar boðað að nokkrum vörumerkjum HoF verði skipt út fyrir önnur.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira