„Við erum með stórt sár á sálinni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2025 19:02 „Þegar bíllinn stoppar er alveg skerandi þögn. Ég er með einn sex ára og einn sem er fjögurra ára í bílnum og þeir fara að öskra. Maður fer að kalla til að sjá hvort maður heyri í einhverjum. Ég heyrði ekkert í syni mínum eða manninum mínum og var skíthrædd um að þeir væru bara dánir.“ Aðsend Ellefu manna fjölskylda slapp lygilega vel úr alvarlegu bílslysi á Þverárfjallsvegi á leið sinni úr skírnarveislu á Sauðarkróki. Fjölskyldan sem taldi afa og ömmu, þrjú uppkomin börn þeirra og fjögur barnabörn þeirra ferðaðist á tveimur bílum, einn fyrir framan annan, þegar bíll þveraði veginn og skall á bílunum tveimur með þeim afleiðingum að báðir fóru út af og annar valt. Sólveig Snorradóttir var um borð í fremri bílnum, Land Rover Discovery, með manni sínum, syni og tveimur barnabörnum. Fjölskyldan hafði lagt snemma af stað til að ferðast sem lengst í birtu enda er Sólveig mjög bílhrædd og kann ekki við langferðir yfir vetrartímann. Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Eftir um fjörutíu mínútna akstur komu þau niður af heiðinni og sonur hennar sem var við stýrið gerði athugasemd við aksturslag bíls sem kom á móti þeim á fleygiferð. Nánar tiltekið var bíllinn farinn að rása yfir á gagnstæða akrein. Skerandi þögn Sonur hennar brást við og beygði krappt til hægri en bíllinn skall utan í hlið bílsins af miklum krafti og fjölskyldan þeyttist út af veginum, valt og hafnaði á hvolfi. Bíllinn sem kom á móti þeim lenti svo einnig utan í bílnum fyrir aftan þau sem önnur börn hennar og barnabörn voru í og höfnuðu þau einnig utan vegar. „Þegar bíllinn stoppar er alveg skerandi þögn. Ég er með einn sex ára og einn sem er fjögurra ára í bílnum og þeir fara að öskra. Maður fer að kalla til að sjá hvort maður heyri í einhverjum. Ég heyrði ekkert í syni mínum eða manninum mínum og var skíthrædd um að þeir væru bara dánir,“ segir Sólveig. Það er með ólíkindum að farþegarnir hafi sloppið eins vel og þeir gerðu eins og þessar myndir bera vitni.Aðsend Þá heyrir hún dóttur sína kalla sem er kasólétt. Hún hafði þá náð að klöngrast út úr bílnum og fer að aðstoða fjölskyldu sína við að koma sér úr Land Rovernum sem var þá á hvolfi. „Við lendum á hvolfi og það sem við erum lemstruð eftir er að hanga í bílbeltunum. En miðað við myndirnar af bílnum og hvernig þetta var erum við svo þakklát fyrir að vera á lífi. En við erum með stórt sár á sálinni,“ segir Sólveig. Sex ára sonarsonur með skurðsár á hné Þótt ótrúlegt þyki sluppu allir úr slysinu án alvarlegra eða varanlegra áverka. Enginn er með brotið bein eða opið sár. Öll fjölskyldan er þó bólgin og marin eftir höggið og að hafa hangið í bílbeltunum. Fjögurra ára sonarsonur Sólveigar fékk brunasár eftir loftpúðann og sex ára bróðir hans fékk skurðsár á hnéð eftir að hafa losað sig úr bílbeltinu og hrapað ofan á glerbrotin sem þöktu loft bílsins. Sólveig lýsir einnig innilegu þakklæti sínu í garð viðbragðsaðila sem voru hjálpuðu fjölskyldunni mikið að hennar sögn. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti þrjá slasaða til Reykjavíkur með þyrlu og hinir voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri þar sem hlúð var að sárum þeirra. Bráðalæknirinn sem tók á móti fjölskyldunni á sjúkrahúsinu á Akureyri tók þau svo heim með sér og leyfði þeim að gista þar. Hinn bíll fjölskyldunnar hafnaði einnig utan vegar og fékk á sig talsvert högg.Aðsend „Það sem er kannski dýrmætt í þessu er að við lendum öll í þessu. Við vitum hvað við erum að ganga í gegnum. Við erum öll með upplifun og getum deilt þessu öllu,“ segir Sólveig. „Það hefði getað farið verr en maður má ekki festast þar. Maður verður að sjá þetta jákvæða. Við erum lifandi og erum ekki með nein varanleg ör í andliti eða neitt svoleiðis.“ Samgönguslys Húnabyggð Skagafjörður Skagaströnd Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Sólveig Snorradóttir var um borð í fremri bílnum, Land Rover Discovery, með manni sínum, syni og tveimur barnabörnum. Fjölskyldan hafði lagt snemma af stað til að ferðast sem lengst í birtu enda er Sólveig mjög bílhrædd og kann ekki við langferðir yfir vetrartímann. Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Eftir um fjörutíu mínútna akstur komu þau niður af heiðinni og sonur hennar sem var við stýrið gerði athugasemd við aksturslag bíls sem kom á móti þeim á fleygiferð. Nánar tiltekið var bíllinn farinn að rása yfir á gagnstæða akrein. Skerandi þögn Sonur hennar brást við og beygði krappt til hægri en bíllinn skall utan í hlið bílsins af miklum krafti og fjölskyldan þeyttist út af veginum, valt og hafnaði á hvolfi. Bíllinn sem kom á móti þeim lenti svo einnig utan í bílnum fyrir aftan þau sem önnur börn hennar og barnabörn voru í og höfnuðu þau einnig utan vegar. „Þegar bíllinn stoppar er alveg skerandi þögn. Ég er með einn sex ára og einn sem er fjögurra ára í bílnum og þeir fara að öskra. Maður fer að kalla til að sjá hvort maður heyri í einhverjum. Ég heyrði ekkert í syni mínum eða manninum mínum og var skíthrædd um að þeir væru bara dánir,“ segir Sólveig. Það er með ólíkindum að farþegarnir hafi sloppið eins vel og þeir gerðu eins og þessar myndir bera vitni.Aðsend Þá heyrir hún dóttur sína kalla sem er kasólétt. Hún hafði þá náð að klöngrast út úr bílnum og fer að aðstoða fjölskyldu sína við að koma sér úr Land Rovernum sem var þá á hvolfi. „Við lendum á hvolfi og það sem við erum lemstruð eftir er að hanga í bílbeltunum. En miðað við myndirnar af bílnum og hvernig þetta var erum við svo þakklát fyrir að vera á lífi. En við erum með stórt sár á sálinni,“ segir Sólveig. Sex ára sonarsonur með skurðsár á hné Þótt ótrúlegt þyki sluppu allir úr slysinu án alvarlegra eða varanlegra áverka. Enginn er með brotið bein eða opið sár. Öll fjölskyldan er þó bólgin og marin eftir höggið og að hafa hangið í bílbeltunum. Fjögurra ára sonarsonur Sólveigar fékk brunasár eftir loftpúðann og sex ára bróðir hans fékk skurðsár á hnéð eftir að hafa losað sig úr bílbeltinu og hrapað ofan á glerbrotin sem þöktu loft bílsins. Sólveig lýsir einnig innilegu þakklæti sínu í garð viðbragðsaðila sem voru hjálpuðu fjölskyldunni mikið að hennar sögn. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti þrjá slasaða til Reykjavíkur með þyrlu og hinir voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri þar sem hlúð var að sárum þeirra. Bráðalæknirinn sem tók á móti fjölskyldunni á sjúkrahúsinu á Akureyri tók þau svo heim með sér og leyfði þeim að gista þar. Hinn bíll fjölskyldunnar hafnaði einnig utan vegar og fékk á sig talsvert högg.Aðsend „Það sem er kannski dýrmætt í þessu er að við lendum öll í þessu. Við vitum hvað við erum að ganga í gegnum. Við erum öll með upplifun og getum deilt þessu öllu,“ segir Sólveig. „Það hefði getað farið verr en maður má ekki festast þar. Maður verður að sjá þetta jákvæða. Við erum lifandi og erum ekki með nein varanleg ör í andliti eða neitt svoleiðis.“
Samgönguslys Húnabyggð Skagafjörður Skagaströnd Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira