Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala 18. nóvember 2006 12:36 Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Hann fellur út af þingi miðað við fylgi Framsóknar í kjördæminu í síðustu kosningum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið. Magnús fékk 883 atkvæði í fyrsta sætið. Herdís Sæmundsdóttir fékk 979 atkvæði í 1.-2. sætið en Kristinn hafnaði í því þriðja með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum. Kristinn hefur ekki ákveðið hvort hann þiggur sætið. Hann segir niðurstöðuna þá að Framsóknarmenn í kjördæminu vilji fylgja algjörlega þeirri stefnu sem forysta flokksins hefur fylgt á þessu kjörtímabili. Aðspurður um hvort hann hyggi á sérframboð segir hann ekki skynsamleg að taka þá ákvörðun nú. Kristinn segir skipulega hafa verið unnið gegn sér innan flokksins síðastliðin tvö ár og augljóslega hafi verið unnið gegn honum í prófkjörinu. Þannig hafi margir þeirra sem kusu Magnús og Herdísi sniðgengið hann algjörlega. Kristinn telur að niðurstaða prófkjörsins komi til með að draga úr fylgi flokksins. Magnús Stefánsson kannast ekki við að unnið hafi verið gegn Kristni. Magnús segir Kristin hafa farið gegn sér í prófkjörinu og hann því varist. Herdís Sæmundardóttir vísar því á bug að hún hafi myndað blokk með Magnúsi gegn Kristni. Sjálf segist hún afar kát með sína niðurstöðu og stefni brött á þingsæti næsta vor. Rúmlega tvöþúsund og fimm hundruð manns voru á kjörskrá og greiddu rúm 66% þeirra atkvæði í prófkjörinu sem fram fór með póstkosningu. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Hann fellur út af þingi miðað við fylgi Framsóknar í kjördæminu í síðustu kosningum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið. Magnús fékk 883 atkvæði í fyrsta sætið. Herdís Sæmundsdóttir fékk 979 atkvæði í 1.-2. sætið en Kristinn hafnaði í því þriðja með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum. Kristinn hefur ekki ákveðið hvort hann þiggur sætið. Hann segir niðurstöðuna þá að Framsóknarmenn í kjördæminu vilji fylgja algjörlega þeirri stefnu sem forysta flokksins hefur fylgt á þessu kjörtímabili. Aðspurður um hvort hann hyggi á sérframboð segir hann ekki skynsamleg að taka þá ákvörðun nú. Kristinn segir skipulega hafa verið unnið gegn sér innan flokksins síðastliðin tvö ár og augljóslega hafi verið unnið gegn honum í prófkjörinu. Þannig hafi margir þeirra sem kusu Magnús og Herdísi sniðgengið hann algjörlega. Kristinn telur að niðurstaða prófkjörsins komi til með að draga úr fylgi flokksins. Magnús Stefánsson kannast ekki við að unnið hafi verið gegn Kristni. Magnús segir Kristin hafa farið gegn sér í prófkjörinu og hann því varist. Herdís Sæmundardóttir vísar því á bug að hún hafi myndað blokk með Magnúsi gegn Kristni. Sjálf segist hún afar kát með sína niðurstöðu og stefni brött á þingsæti næsta vor. Rúmlega tvöþúsund og fimm hundruð manns voru á kjörskrá og greiddu rúm 66% þeirra atkvæði í prófkjörinu sem fram fór með póstkosningu.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira