Einvígi Man. Utd. og Chelsea heldur áfram 18. nóvember 2006 17:10 Wayne Rooney reyndist betri en enginn í dag. Getty Images Manchester United heldur toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag þar sem Wayne Rooney skoraði bæði mörk Rauðu djöflanna. Meistarar Chelsea fylgja þeim rauðklæddu eins og skugginn en liðið lagði West Ham á Stamford Bridge, 1-0. Wayne Rooney sannaði endanlega að hann er búinn að finna sitt gamla form með því að skora tvö glæsilega mörk gegn Sheff. Utd. í dag eftir að Keith Gillespie hafði óvænt komið heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Rooney skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok en sigur Man. Utd. var afar verðskuldaður. Mark frá varnarmanninum Geremi á 22. mínútu var það sem skildi að Chelsea og West Ham í leik liðanna á Brúnni í dag. Leikmenn Chelsea voru ekki upp á sitt besta í dag en gerðu það sem þeir þurftu til að innbyrða stigin þrjú. Manchester United er sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar með 34 stig en Chelsea er í 2. sæti með 31 stig. Arsenal er í 3. sæti með 22 stig en liðið náði aðeins jafntefli gegn Newcastle. Mikael Arteta tryggði Everton mikilvægan sigur gegn Bolton með því að skora eina markið í leik liðanna í dag. Portsmouth bar sigurorð af Watford, 2-1, og þá vann Reading 2-0 sigur á Charlton á heimavelli sínum. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á á 88. mínútu. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton og fékk að líta gula spjaldið. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Manchester United heldur toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag þar sem Wayne Rooney skoraði bæði mörk Rauðu djöflanna. Meistarar Chelsea fylgja þeim rauðklæddu eins og skugginn en liðið lagði West Ham á Stamford Bridge, 1-0. Wayne Rooney sannaði endanlega að hann er búinn að finna sitt gamla form með því að skora tvö glæsilega mörk gegn Sheff. Utd. í dag eftir að Keith Gillespie hafði óvænt komið heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Rooney skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok en sigur Man. Utd. var afar verðskuldaður. Mark frá varnarmanninum Geremi á 22. mínútu var það sem skildi að Chelsea og West Ham í leik liðanna á Brúnni í dag. Leikmenn Chelsea voru ekki upp á sitt besta í dag en gerðu það sem þeir þurftu til að innbyrða stigin þrjú. Manchester United er sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar með 34 stig en Chelsea er í 2. sæti með 31 stig. Arsenal er í 3. sæti með 22 stig en liðið náði aðeins jafntefli gegn Newcastle. Mikael Arteta tryggði Everton mikilvægan sigur gegn Bolton með því að skora eina markið í leik liðanna í dag. Portsmouth bar sigurorð af Watford, 2-1, og þá vann Reading 2-0 sigur á Charlton á heimavelli sínum. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á á 88. mínútu. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton og fékk að líta gula spjaldið.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira