Efnistöku hætt þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir 19. nóvember 2006 16:20 Faxaflói. MYND/Vilhelm Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru." Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru."
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira