Erlent

Hisbollah kemur í veg fyrir mótmæli

Mynd frá jarðarför Pierre Gemayel en stuðningsmenn Hisbollah eru að mótmæla framferði þeirra.
Mynd frá jarðarför Pierre Gemayel en stuðningsmenn Hisbollah eru að mótmæla framferði þeirra. MYND/AP

Leiðtogi Hisbollah samtakanna, Sayyed Hassan Nasrallah, biðlaði til stuðningsmanna samtakanna að hætta mótmælum sínum í Beirút í kvöld. Hann kom fram í símaviðtali á sjónvarpsstöð Hisbollah og hvatti fólk til þess að hverfa til síns heima þar sem þeir vildu engan á götum úti.

Hundruðir shía múslima höfðu verið að mótmæla við flugvöllinn í Beirút vegna þess að þeir töldu að leiðtogi þeirra hefði verið móðgaður við jarðarför Pierre Gemayel, hins kristna iðnaðarráðherra, sem var myrtur á þriðjudaginn. Hrópuðu þeir hvatningarorð til leiðtoga síns, Sayyed Hassan Nasrallah, og sögðust meðal annars geta drukkið blóð fyrir leiðtoga sinn.

Bílar frá Hisbollah keyrðu hins vegar um með hátalarkerfi og hvöttu fólk til þess að snúa heim á leið ásamt því sem þeir lokuðu götum til þess að koma í veg fyrir að mótmælin myndu breiðast út.

Hisbollah samtökin, sem Íran og Sýrland styðja, hafa hótað því að mótmæla á götum úti til þess að velta stjórn landsins úr sessi en hún nýtur stuðnings vesturlanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×