Allt að 300 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur 29. nóvember 2006 09:57 MYND/Hilmar Sektir vegna umferðarlagabrota hækka umtalsvert og viðurlög við brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma varða nú bæði sekt og punkti eða punktum í ökuferilsskrá samkvæmt tveimur nýjum reglugerðum sem taka gildi á föstudag. Samkvæmt annarri reglugerðinni geta sektir vegna umferðalagabrota orðið allt að 300 þúsund krónur ef ekið er á yfir 170 kílómetra hraða en þá er gert ráð fyrir að menn verði ákærðir og málið í framhaldinu tekið fyrir hjá dómara. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að sé ekið á 46 til 50 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km skal sektin vera 15 þúsund krónur en 50 þúsund sé ekið á 71-75 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km. Skal ökumaður jafnframt sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði fyrir slíkt brot. Ef ekið er á 101 til 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km skal sektarfjárhæð vera 15 þúsund krónur, 60 þúsund krónur ef hraðinn er orðinn 131 til 140 km og beita skal 110 þúsund króna sekt og þriggja mánaða ökuleyfissviptingu sé ökuhraðinn orðinn 161 til 170 km þar sem hámarkshraðinn er 90 km. Dæmin eru tilfærð í töflu í viðauka I í reglugerðinni og gert ráð fyrir að málum ökumanna sem aka á allt að 170 km hraða megi ljúka með sekt. Ef ekið er gegn rauðu ljósi eru skráðir 4 punktar og auk þess beitt 15 þúsund króna sekt, tveir punktar fyrir óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu og við því er einnig lögð 10 þúsund króna sekt, þrír punktar ef ekið er framúr rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni og tveir punktar ef akstur umfram aksturstíma ökumanna flutninga- eða langferðabíla er 20 prósent. Síðastnefnda brotið varðar einnig 40 þúsund króna sekt fyrir ökumann og 60 þúsund króna sekt fyrir eiganda bíls. Þá geta sektir vegna hleðslu ökutækja numið allt að 100 þúsund krónum ef ökumaður veldur hættu eða óþægindum við akstur undir brú, í göngum, undir rafmagns- eða símalínur og þess háttar. Lög og regla Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Sektir vegna umferðarlagabrota hækka umtalsvert og viðurlög við brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma varða nú bæði sekt og punkti eða punktum í ökuferilsskrá samkvæmt tveimur nýjum reglugerðum sem taka gildi á föstudag. Samkvæmt annarri reglugerðinni geta sektir vegna umferðalagabrota orðið allt að 300 þúsund krónur ef ekið er á yfir 170 kílómetra hraða en þá er gert ráð fyrir að menn verði ákærðir og málið í framhaldinu tekið fyrir hjá dómara. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að sé ekið á 46 til 50 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km skal sektin vera 15 þúsund krónur en 50 þúsund sé ekið á 71-75 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km. Skal ökumaður jafnframt sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði fyrir slíkt brot. Ef ekið er á 101 til 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km skal sektarfjárhæð vera 15 þúsund krónur, 60 þúsund krónur ef hraðinn er orðinn 131 til 140 km og beita skal 110 þúsund króna sekt og þriggja mánaða ökuleyfissviptingu sé ökuhraðinn orðinn 161 til 170 km þar sem hámarkshraðinn er 90 km. Dæmin eru tilfærð í töflu í viðauka I í reglugerðinni og gert ráð fyrir að málum ökumanna sem aka á allt að 170 km hraða megi ljúka með sekt. Ef ekið er gegn rauðu ljósi eru skráðir 4 punktar og auk þess beitt 15 þúsund króna sekt, tveir punktar fyrir óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu og við því er einnig lögð 10 þúsund króna sekt, þrír punktar ef ekið er framúr rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni og tveir punktar ef akstur umfram aksturstíma ökumanna flutninga- eða langferðabíla er 20 prósent. Síðastnefnda brotið varðar einnig 40 þúsund króna sekt fyrir ökumann og 60 þúsund króna sekt fyrir eiganda bíls. Þá geta sektir vegna hleðslu ökutækja numið allt að 100 þúsund krónum ef ökumaður veldur hættu eða óþægindum við akstur undir brú, í göngum, undir rafmagns- eða símalínur og þess háttar.
Lög og regla Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira