Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2025 11:33 Hrafn Splidt Þorvaldsson hefur verið virkur í flokknum undanfarin fjögur ár. Hrafn Splidt Þorvaldsson var kjörinn nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna á 50. Sambandsþingi þess síðastliðna helgi. Hann tekur við af Gunnari Ásgrímssyni sem gaf ekki kost á sér aftur eftir tveggja ára formennsku. Hrafn er 25 ára viðskiptafræðingur frá Mosfellsbæ sem starfar hjá Strætó bs. Hann hefur verið virkur í flokknum síðan 2021 og sér í lagi í starfi SUF þar sem hann hefur verið í framkvæmdastjórn frá árinu 2023, fyrst sem viðburðastjóri og nú síðast sem varaformaður. Einnig hefur hann setið í málefnanefnd flokksins og stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík. Þá var einnig kjörin ný stjórn Sambandsins, hana skipa: Arnþór Birkir Sigþórsson, Árdís Lilja Gísladóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Birgitta Birgisdóttir, Dísa Svövudóttir, Elín Karlsdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Kjartan Helgi Ólafsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Stefán Atli, Rúnarsson, Steinþór Ólafur Guðrúnarson og Ýmir Örn Hafsteinsson. Ungir og spenntir Framsóknarmenn á þinginu. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, kíkti í heimsókn. „Á þinginu var unnið metnaðarfullt málefnastarf og 47 ályktanir samþykktar. Meðal annars var ályktað gegn þátttöku Íslands í Eurovision á meðan lönd, þar sem ríkisstjórnir beita sóknarsinnuðum hernaði, á borð við Ísrael og Aserbaísjan, eru ekki útilokuð frá þátttöku. Þá hvatti ungt Framsóknarfólk til þess að flokksþing Framsóknar fari fram með góðum fyrirvara á næsta ári, fyrir sveitastjórnarkosningar, eigi síðar en í febrúar 2026,“ segir í tilkynningu frá Sambandi ungra Framsóknarmanna. Þar að auki voru samþykktar ályktanir um margvísleg samfélagsmál, meðal annars: •Að frídagar sem lenda á helgi skuli færast á næsta virka dag, eins og tíðkast víða erlendis, t.d. í Bretlandi, svokallaðir bankafrí- eða brúardagar. •Að skoða leiðir til að auka tekjur sveitarfélaga af fjármagnstekjuskatti, þar sem útsvar miðast nú eingöngu við launatekjur. •Að endurskoða skerðingarreglur Tryggingastofnunar vegna fjármagnstekna maka og barna. Núverandi fyrirkomulag getur valdið því að einstaklingar missa bótarétt eða þurfa að greiða til baka háar fjárhæðir vegna tekna maka eða barna. •Að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, meðal annars með flutningi stofnana eða stofnun útibúa. •Að breyta skattkerfi landsins svo þau sem búa í hinum dreifðari byggðum borgi lægri skatta vegna fjarlægðar frá þjónustu líkt og gert er í Noregi. •Að sjókvíaeldi sé mikilvæg atvinnugrein á landsbyggðinni, en að huga þurfi að langtímaáhrifum á umhverfi og aðra atvinnuvegi. Hvetja beri til nýsköpunar í átt að lokuðum kvíum og geldum laxi. Nýkjörinn formaður segir ályktunarpakkann umfangsmikinn og að hann muni reynast gott veganesti fyrir komandi málefnastarf á vettvangi flokksins fyrir komandi flokksþing. Framsóknarflokkurinn Strætó Mosfellsbær Vistaskipti Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Hrafn er 25 ára viðskiptafræðingur frá Mosfellsbæ sem starfar hjá Strætó bs. Hann hefur verið virkur í flokknum síðan 2021 og sér í lagi í starfi SUF þar sem hann hefur verið í framkvæmdastjórn frá árinu 2023, fyrst sem viðburðastjóri og nú síðast sem varaformaður. Einnig hefur hann setið í málefnanefnd flokksins og stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík. Þá var einnig kjörin ný stjórn Sambandsins, hana skipa: Arnþór Birkir Sigþórsson, Árdís Lilja Gísladóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Birgitta Birgisdóttir, Dísa Svövudóttir, Elín Karlsdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Kjartan Helgi Ólafsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Stefán Atli, Rúnarsson, Steinþór Ólafur Guðrúnarson og Ýmir Örn Hafsteinsson. Ungir og spenntir Framsóknarmenn á þinginu. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, kíkti í heimsókn. „Á þinginu var unnið metnaðarfullt málefnastarf og 47 ályktanir samþykktar. Meðal annars var ályktað gegn þátttöku Íslands í Eurovision á meðan lönd, þar sem ríkisstjórnir beita sóknarsinnuðum hernaði, á borð við Ísrael og Aserbaísjan, eru ekki útilokuð frá þátttöku. Þá hvatti ungt Framsóknarfólk til þess að flokksþing Framsóknar fari fram með góðum fyrirvara á næsta ári, fyrir sveitastjórnarkosningar, eigi síðar en í febrúar 2026,“ segir í tilkynningu frá Sambandi ungra Framsóknarmanna. Þar að auki voru samþykktar ályktanir um margvísleg samfélagsmál, meðal annars: •Að frídagar sem lenda á helgi skuli færast á næsta virka dag, eins og tíðkast víða erlendis, t.d. í Bretlandi, svokallaðir bankafrí- eða brúardagar. •Að skoða leiðir til að auka tekjur sveitarfélaga af fjármagnstekjuskatti, þar sem útsvar miðast nú eingöngu við launatekjur. •Að endurskoða skerðingarreglur Tryggingastofnunar vegna fjármagnstekna maka og barna. Núverandi fyrirkomulag getur valdið því að einstaklingar missa bótarétt eða þurfa að greiða til baka háar fjárhæðir vegna tekna maka eða barna. •Að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, meðal annars með flutningi stofnana eða stofnun útibúa. •Að breyta skattkerfi landsins svo þau sem búa í hinum dreifðari byggðum borgi lægri skatta vegna fjarlægðar frá þjónustu líkt og gert er í Noregi. •Að sjókvíaeldi sé mikilvæg atvinnugrein á landsbyggðinni, en að huga þurfi að langtímaáhrifum á umhverfi og aðra atvinnuvegi. Hvetja beri til nýsköpunar í átt að lokuðum kvíum og geldum laxi. Nýkjörinn formaður segir ályktunarpakkann umfangsmikinn og að hann muni reynast gott veganesti fyrir komandi málefnastarf á vettvangi flokksins fyrir komandi flokksþing.
Framsóknarflokkurinn Strætó Mosfellsbær Vistaskipti Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira