Erlent

Íran vill Bandaríkin frá Írak

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur reynst vesturlöndum óþægur ljár í þúfu og eftir nýjustu kröfur hans verður hann væntanlega lítið vinsælli.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur reynst vesturlöndum óþægur ljár í þúfu og eftir nýjustu kröfur hans verður hann væntanlega lítið vinsælli. MYND/AP

Bréf sem íranski forsetinn Mahmoud Ahmadinejad skrifaði nýverið til bandarísku þjóðarinnar var gert opinbert í dag. Í því sakar hann George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að stjórna með "þvingunum, valdi og óréttlæti". Þá hvatti hann Bandaríkin til þess að draga herlið sitt frá Írak og að viðurkenna tilvist Palestínu sem sjálfstæðs ríkis.

Ahmadinejad hélt nýlega fundi með íraska forsetanum þar sem hann hvatti Íraka til þess að koma Bandaríkjamönnum burt frá Írak í þeim tilgangi að lægja þær öldur ofbeldis sem nú ganga yfir landið. Talið er að Ahmadinejad sé að reyna að sýna fram á hversu mikilvægt Íran sé í Mið-Austurlöndunum til þess að koma í veg fyrir hugsanlega árás Bandaríkjanna eða Ísraels á kjarnorkuver landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×