Erlent

Rússar segja al-Kaída að störfum í Téteníu

Pútín hefur lagt mikla áherslu á baráttuna gegn uppreisnarmönnum í Téteníu.
Pútín hefur lagt mikla áherslu á baráttuna gegn uppreisnarmönnum í Téteníu. MYND/AP

Andhryðjuverkasveit rússnesku lögreglunnar sagði í dag að jórdanskur maður sem lést í átökum rússneskra sérsveita og tétenskra uppreisnarmanna á sunnudaginn var hefði verið meðlimur al-Kaída. Sögðu þeir þetta sýna fram á að uppreisninni væri að hluta til haldið uppi fyrir tilburði al-Kaída.

Vladirmir Pútin forseti Rússlands vildi þó ekki gera mikið úr láti mannsins og sagði að það mikilvæga væri að það sýndi fram á að Rússar væru að hafa betur í baráttunni gegn uppreisnarmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×