Erlent

Jólunum aflýst

Jólaþorpið í Hafnarfirði. Spænskir nemendur myndu ekki fá að fara í skólaferð þangað.
Jólaþorpið í Hafnarfirði. Spænskir nemendur myndu ekki fá að fara í skólaferð þangað. MYND/Vísir

Skóli á Spáni hefur aflýst öllum hátíðahöldum vegna jólanna í ár til þess að móðga ekki börn sem eru ekki kristin. Skólinn, sem er í Zaragoza á Spáni, sagði að kennararnir hefðu komið með þessa tillögu en einna helst er álitið að það sé vegna fjölda múslimskra barna í skólanum.

Skólinn mun ekki hafa jólaleikrit né mun hann dreifa út gjöfum eða leyfa öðrum nemendum að skiptast á þeim. Nemendurnir mega engu að síður skreyta ganga og syngja jólalög, ef þá svo lystir.

Spænska jólavertíðin hefst alla jafna í byrjun desember með miklu veisluhaldi og lýkur síðan þann 6. júní með hátíð konunganna en þá er heimsókn vitringanna þriggja til Jesúbarnsins fagnað með gríðarmiklum veisluhöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×